mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Geysis um verslunarmannahelgina

19. júlí 2010 kl. 13:33

Stórmót Geysis um verslunarmannahelgina

Stórmót Geysis er gæðingakeppni sem haldin verður á gaddstaðaflötum við Hellu um verslunarhelgina, dagana 29 júlí til 1 ágúst. Fyrir hugað er að klára alla undankeppni á fimmtudegi og föstudegi ásamt yfirlitsýningu kynbótahrossa. Síðan fer laugardagur og sunnudagur í b-úrslit og a-úrslit í öllum flokkum ásamt góðri kynningu á 10 hæst dæmdu kynbótahrossunum í hverjum flokki og sitthvað fleira skemmtilegt t.d. Íslandsmót í járningum og kappreiðar.

 

Keppt verður í fimm flokkum þ.e. barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, B-flokki og A-flokki. Svo verða kappreiðar þ.e. 250m,150m skeið,100m skeið. Einnig verður töltkeppni og geta allir tekið þátt en einungis verður keppt í einum flokki (þ.e. allir í sama flokki).

 

Skráning hefst mánudaginn 19 júlí og stendur til sunnudagsins 25 júlí til kl 23:59. Skráningu skal senda á póstfangið midkot@emax.is , þær upplýsingar sem þurfa að koma fram er IS-númer hests ásamt nafni hestsins, kennitala knapa og nafn, flokkur og upp á hvora höndina skal riðið. Skráningargjaldið er 4000 kr. á hest og greiðist inn á 0308 - 26 - 012582.Þeir sem ekki verða búnir að borga skráningargjöld mánudaginn 26 júlí fyrir kl 21:00 fá ekki skráningu í skrá. Allir knapar í skrá fá frítt inn á svæðið.

 

Eftir alla dagskrá á sunnudeginum 1.ágúst er síðan stefnan að grilla á stóru grilli og selja grillmat um kvöldið ca. kl 19:00 við Rangárhöllina og halda svo dansleik í Rangárhöllinni. Dansleikur innifalinn í miðaverði.

Áætlað er að selja inn á svæðið 4000 kr fyrir alla fjóra dagana og geta menn tjaldað ef þeir vilja, frítt fyrir börn 13 ára og yngri. Einnig 1000 kr á fimmtudag og 1000 kr á föstudag sem staka daga ef menn ætla ekki að vera um helgina.