sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Geysis um verslunarmannahelgina

7. júlí 2010 kl. 13:54

Stórmót Geysis um verslunarmannahelgina

 Stórmót Geysis er opið gæðingamót sem haldið verður um verslunarmannahelgina á Gaddstaðaflötum. Boðið verður uppá alla flokka:


Barna, unglinga, ungmenna, B-Flokk og A-Flokk. Einnig verður Töltkeppni og skeið: 100m, 150m og 250m.
Hver skráning kostar 4000,- kr. en frítt er fyrir börn (barnaflokk 13 ára og yngri). 40.000.- kr. þak er á skráningargjöldum á fjölskyldu.

Aðgangseyri inn á mótið verður 4000,- kr. og er þá ball í lok móts innifalið. Allir knapar sem skráðir eru til keppni þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Tjaldsvæði er innifalið í verðinu. Fyrir húsbíla og slíkt eru nægir rafmagnstenglar og kostar aðgangur að þeim 500 kr. á sólarhring.

Vikuna fyrir mótið verður í gangi kynbótasyning og endar hún með yfirlitssýningu í tengslum við mótið, einnig verður boðið upp á afkvæmasýningar stóðhesta.

Járningamannafélag Íslands verður með Íslandsmót í járningum á mótinu.