föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórkostlegur Orri-

27. mars 2011 kl. 00:05

Stórkostlegur Orri-

Mikil gleði og stemning ríkti á stórsýningunni „Orri í 25 ár“ sem fram fór fyrir þéttsettnum áhorfendabekkjum Ölfushallar í kvöld. Eftirvæntingin var greinileg í upphaf sýningar og urðu áhorfendur varla fyrir vonbrigðum með að verða vitni af eftirminnilegustu sýningu ársins til þessa.

Á tæpum fjórum tímum var farið yfir áhrif Orra frá Þúfu á íslenska hrossarækt í 30 mismunandi atriðum.  Opnunaratriðið var einkar hátíðlegt og ekki var laust við að það snerti við áhorfendum að sjá gamla höfðingjann innan um fólkið sem stendur á bak við hann. Hann fékk þar rúgbrauð að gjöf frá Rúnu Einarsdóttur Zingsheim, sem tamdi Orra og sýndi fyrst, en gat ekki verið viðstödd sýninguna.

Atriðin ráku hvert annað rösklega og ekkert þeirra of langt. Mestur hluti þeirra var helgaður afkvæmahópum sona Orra, þar sem sýnd voru fallegir og hæfileikaríkir afkomendur sem munu getað borið kosti Orra inn í framtíðina. Hver glæsisýningin af annari bar vitni um þá hæfileika, gangfestu, rými og trausta geðslag sem einkennir Orra. Skeiðsprettirnir gegnum Ölfushöll urðu einnig margir og stórbrotnir í kvöld og kórónuðu orðstýr hins glæsta gæðings.

Aðstandendur sýningarinnar „Orri í 25 ár“ geta verið stoltir af þessum hátíðlega viðburði. Að öllu var vel staðið og rennsluisýningarinnar var með ágætum. Þótt ansi þétt hafi verið setið virtist gleði ríkja meðal áhorfenda sem fögnuðu mikið því sem fyrir augu bar.