fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórkostlegur B-flokkur

2. júlí 2016 kl. 20:07

Nökkvi og Jakob sigruðu B-flokkinn.

,,Frábært, algjörlega frábært," sagði Jakob Svavar eftir úrslitin í B-flokknum hér á Hólum. ,,Þegar maður er að keppa mikið og stundum gengur vel þá er þessi sigur mjög kærkominn og bara frábært. Enda er Nökkvi frábær hestur og svona hestur sem allir vildu eiga í hesthúsinu sínu," sagði Jakob og reið svo af stað til að taka við reiðmennskuverðlaunum FT.

Eiðfaxi óskar þeim félögum og eigendum innilega til hamingju með sigurinn.