föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórkostlegt

1. júlí 2016 kl. 23:06

Árni Björn og Stormur frá Herríðarhóli

Árni Björn og Stormur verja titilinn.

Blaðamaður Eiðfaxa hitti Árna Björn rétt eftir úrslitin í tölti þar sem hann og Stormur voru að heilsa aðdáendum. Stormur fékk þó heldur meiri athygli en Árni Björn. Þegar Árni Björn var spurður að því hvernig tilfinningin væri svona rétt eftir sigurinn var svarið einfalt, ,,Stórkostleg."

,,Tölt er mjög tæknileg grein og undirbúningur þarf að vera mikill. Einnig þarf að vera með mjög sterkan hest og Stormur er yfirburða hestur, bæði í útliti og fasi. Mikil mýkt og burður. Svo veit hann alveg hvenær hann er búin að gera vel og á að fá nammi," segir Árni Björn. Á meðan við spjöllum saman er Stormur í myndatöku með aðdáendum og fær klór að launum. ,,Þetta er eins og í ævintýri. Öðruvísi að koma aftur og verja titilinn og alltaf frábært að vinna titil á Landsmóti," segir Árni Björn að lokum.

Eiðfaxi óskar þessu magnaða pari, Árna Birni og Stormi, innilega til hamingju með sigurinn.