laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórkostlegar sýningar

21. febrúar 2014 kl. 20:37

Unn var að vonum ánægð með Hrafndyn sinn að lokinni sýningu.

Jói og Hnokki langefstir eftir forkeppni í tölti.

Titilverjendurnir Jóhann Skúlason og Hnokki frá Fellskoti voru síðastir á völlinn í forkeppni töltsins hér á Heimsbikarmótinu í Óðinsvéum.

Engin keppandi komst með tærnar þar sem þeir félagar hafa hælanna. Þeir uppskáru 8,53 í lokaeinkunn og eru langefstir. Jóhann er einnig í öðru sæti og verður nú að velja hvort hrossið hann teflir fram í úrslitum, heimsmeistara Hnokka eða nýju stjörnuna hana Snugg.

Þriðja eftir forkeppni eru sjarmatröllin Unn Kroghen Aðalsteinssong Hrafndynur frá Hákoti. Uli Reber og Dröfn frá Litla- Moshvoli í því fjórða og síðust inn í A-úrslit er hin unga Johanna Beug á Merkur von Birkenlund.

1. Jóhann Rúnar Skúlasson, Hnokki frá Fellskoti - 8,53
2. Jóhann Rúnar Skúlasson, Snugg fra Grundet Hus - 7,80
3. Unn Kroghen Adalsteinsson, Hrafndynur frá Hákoti  7,73
4. Uli Reber, Dröfn frá LitlaMoshvoli - 7,43
5. Johanna Beuk, Merkur von Birkenlud - 7,23