laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóriðjan í samkeppni við spónarframleiðslu

odinn@eidfaxi.is
10. desember 2013 kl. 21:54

Spónarverksmiðja

Skortur á hráefni veldur því að Spónaval er í lítilli framleiðslu.

Fyrir nokkrum misserum var spónafyrirtækið Spónaval ehf. eitt stærsta fyrirtæki landsins í spónaframleiðslu. Eftir að skógrækt ríkisins hætti að útvega fyrirtækinu hráefni á því verði sem samið hafði verið um og gerði í framhaldinu samning við stóriðjuna á Grundartanga var grundvöllur framleiðslunnar stórlega breyttur.

Í framhaldi af þessum forsendubresti framleiðslunnar yfirtók banki eignir félagsins, en núverandi eigandi verksmiðjunnar keypti verksmiðjuna af bankanum. “Megintilgangur kaupana voru kaup á fasteigninni sem verksmiðjan er í en það má segja að spónaverksmiðjan hafi fylgt með í kaupunum,” segir núverandi Karl Emilsson núverandi rekstraraðili Spónavals og bætir við að aðeins hafi verið framleitt úr efni sem fallið hefur til hjá Mosfellsbæ.