þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóri-Ás er ræktunarbú Vesturlands

1. desember 2009 kl. 11:55

Stóri-Ás er ræktunarbú Vesturlands

Á haustfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands voru ræktendur verðlaunaðir fyrir árangur sinn á árinu 2009. Hrossaræktarbúið í Stóra-Ási var  verðlaunað fyrir frábæran  árangur í hrossrækt fyrir árið  2009. Frá búinu voru sýnd 6 hross. Þar af hlutu 4 yfir 8 í eink. og meðalaldur hrossanna er einungis 5.5 ár. Ræktendur í Stóra-Ási eru Lára Kristín Gísladóttir og Kolbeinn Magnússon.

Önnur bú sem hlutu tilnefningu eru hér talin í stafrósröð:

Einhamar 2
Leirulækur
Lundar II
Mið-Fossar
Skáney
Skipaskagi
Vestri- Leirárgarðar

 
Á haustfundinum voru líka verðlaunuð efstu kynbótahrossin  í eigu félagsmanna, og eru þau þessi:

Hryssur 4 vetra:
1. Orka f. Einhamri 2
eink: 8.04 8.19 = 8.13
Eig: Sif Ólafsdóttir og Hjörleifur Jónsson

2. Vordís f. Neðri Hrepp
eink: 8.08-8.14 = 8.12
eig: Einar Jónsson og Björn H. Einarsson

3. Brá f. Innri-Skeljabrekku
eink: 7.90 8.18 = 8.07
Eig: Þorvaldur Jónsson

Hryssur 5 vetra:
1. Sónata f. Stóra Ási
eink: 8.42 8.43 = 8.43
eig: Lára Kristín Gísladóttir

2. Mánadís f. Hríshóli 1
eink: 8.23 8.22 = 8.22
eig: Vilberg Þráinsson

3-4. Þórdís f. Leirulæk
eink: 8.17 8.10 = 8.13
eig: Sigurbjörn Garðarsson

3-4. Flækja f. Giljahlíð
eink: 8.35 7.99 = 8.13
eig: Sverrir Geir Guðmundsson

Hryssur 6 vetra:
1. Hilda f. Bjarnarhofn
eink: 8.44 8.60 = 8.54
eig: Anna Dóra Markúsdóttir

2. Ösp f. Auðsholtshjáleigu
eink: 8.39 8.52 = 8.47
eig: Hrossaræktarbúið Fellsendi ehf

3. Glóð f. Hvanneyri
eink: 8.09 8.40 = 8.28
eig: Elísabet Haraldsdóttir

Hryssur 7 vetra og eldri:
1. Myrkva f. Torfunesi
eink: 8.31 8.58 = 8.47
eig: Ástþór Jóhannsson

2. Harka f. Svignaskarði
eink: 8.06 8.59 = 8.38
eig: Björn Haukur Einarsson og
Unnsteinn Snorri Snorrason

3. Rós f. Skipaskaga
eink: 8.14 8.17 = 8.16
eig: Hrossaræktarbúið Fellsendi ehf

Stóðhestar 4 vetra:
1. Asi f. Lundum II
eink: 8.50 8.35 = 8.41
eig: Sigbjörn Björnsson

2. Stikill f. Skrúð
eink: 8.23 8.15 = 8.18
eig: Jakob Sigurðsson og Torunn Maria Hjelvik

3. Váli f. Eystra-Súlunesi
eink: 8.43 7.97 = 8.15
eig: Súlunes ehf

Stóðhestar 5 vetra:
1. Uggi f. Bergi
eink: 8.09 8.69 = 8.45
eig: Jón Bjarni Þorvarðarson

2. Möttull f. Torfunesi
eink: 8.13 8.39 = 8.29
eig: Hrossaræktarbúið Fellsendi ehf

3. Bruni f. Skjolbrekku
eink: 7.96 8.32 = 8.18
eig: Sigursteinn Sigursteinsson

Stóðhestar 6 vetra:
1. Óratór f. Vöðlum
eink: 8.56 8.22 = 8.35
eig: Marteinn Njálsson og Dóra Líndal Hjarnard

2. Hrókur f. Flugumýri II
eink: 8.11 8.28 = 8.21
eig: Hrísdalshestar ehf

3. Döggvi f. Ytri-Bægisá I
eink: 7.96 8.05 = 8.02
eig: Björn Haukur Einarsson og
Unnsteinn Snorri Snorrason

Stóðhestar 7 vetra og eldri:
1. Bjarmi f. Lundum II
eink: 8.55 8.44 = 8.48
eig: Ragna Sigurðardóttir

2. Kaspar f. Kommu
eink: 8.14 8.57 = 8.40
eig: Jakob Sigurðsson

3. Hæringur f. Litla-Kambi
eink: 8.16 8.38 = 8.30
eig: Jakob Sigurðsson og Hlöðver Hlöðversson

Á fundinum var kosin ný stjórn
Gísli Guðmundsson,  Hömluholti  var kosinn formaður.     Varaformaður var kosinn  Stefán Ármannsson, Skipanesi og Hrefna B. Jónsdóttir Hjarðarholti kom ný inn.   Einnig eru   Ingibergur Jónsson Akranesi og Ásdís Haraldsdóttir í Álftanesi  meðstjórnendur.  

Bjarni Marinósson, Skáney  er búinn að vera formaður s.l. 16 ár og gaf ekki kost á sér áfram.   Sigbjörn Björnsson, Lundum II  gaf heldur ekki kost á sér sem varaformaður.  Hann er líka búin að vera lengi í stjórninni.   Voru þeim þökkuð  vel unnin störf fyrir Hrossaræktarsambandið.