fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórhátíð fyrir fróðleiksfúsa

9. febrúar 2011 kl. 15:09

Stórhátíð fyrir fróðleiksfúsa

Deginum ljósara er að hestamenn þurfi að taka frá 19. febrúar til þess að missa ekki af fjölbreyttri og fróðlegri dagskrá af tilefni 40 ára afmælishátíð FT í reiðhöllinni í Víðidal.

Margir af okkar bestu reiðkennurum, m.a. allir meistarar FT hafa tilkynnt þáttöku sína. Munu þeir vera með sýnikennslur um ýmsu málefni er varða tamningu, þjálfun og reiðmennsku. Ýmislegt fleira verður á boðstólnum og nægir þar að nefna keppni í hinni nýju keppnisgrein sem greint var frá fyrr í dag.

Eiðfaxi mun vera með puttann á púlsinum varðandi Afmælishátíð FT, birta fréttir af atburðum og undirbúning auk dagskrá afmælishátíðarinnar um leið og hún er tilbúin.