mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórgóð hross á Svínavatni

8. mars 2011 kl. 10:02

Hulda Finnsdóttir

En veðrið heldur hryssingslegt

Rósgerg Óttarsson:

Hið árlega Ís-landsmót fór fram á Svínavatni á laugardaginn. 150 skráningar voru á mótið og var keppt í A og B flokki sem og í tölti. Mótið er haldið af hestamannafélögunum Þyt og Neista  og er eitt stærsta ísmótið sem haldið á landinu. Fjöldi góðra hrossa tók þátt en veðurguðinn var  keppendum og gestum ekki alveg nógu hagstæður. Það gekk á með hríðarbyljum en rofaði til á milli.          

Mótið hófst á B flokki þar sem Barbara Wenzl á Dal frá Háleggsstöðum stóð efst eftir forkeppnina. Svo fór að lokum að hún endaði í þriðja sæti eftir spennandi keppni en Sölvi Sigurðarson á Ögra frá Hólum sigraði. Í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson á Blæ frá Hesti. A flokkurinn var geysisterkur og hafði Þórarinn Eymundsson forustana á Seyði frá Hafsteinssöðum eftir forkeppnina sem hann lét aldrei af hendi og sigraði. Annar varð Vignir Siggeirsson á Heljari frá Hemlu og Stefán Birgir Stefánsson krækti í þriðja sætið á Tristan frá Árgerði.

Það var orðið ansi hvasst og blautt þegar töltið hófst en flestir létu sig hafa það enda 100.000 kr í boði fyrir fyrsta sætið. Sara Ástþórsdóttir og Hulda Finnsdóttir voru efstar eftir forkeppnina. Sara á Dívu frá Álfhólum fyrst en Hulda á Jódísi frá Ferjubakka 3 fylgdi fast á eftir. Í úrslitunum náði Hulda að skjótast uppfyrir Söru og sigraði nokkuð óvænt. Sigurður Sigurðsson varð svo þriðji á Blæju frá Lýtingsstöðum. Úrslit mótsins voru eftirfarandi.

B-flokkur  úrslit
1 Sölvi Sigurðarson Ögri frá Hólum 8,74
2 Tryggvi Björnsson Blær frá Hesti 8,70
3 Barbara Wenzl Dalur frá Háleggsstöðum 8,67
4 Sigurður Sigurðarson Hríma frá Þjóðólfshaga 1 8,66
5 John Sigurjónsson Dáti frá Hrappsstöðum 8,56
6 Baldvin Ari Guðlaugsson Röst frá Efri-Rauðalæk 8,54
7 Sigursteinn Sumarliðason Geisli frá Svanavatni 8,46
8 Leó Geir Arnarson Stimpill frá Vatni 8,37

A-flokkur úrslit
1 Þórarinn Eymundsson Seyðir frá Hafsteinsstöðum 8,77
2 Vignir Siggeirsson Heljar frá Hemlu 8,67
3 Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 8,66
4 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 8,63
5 Sara Ástþórsdóttir Dimmir frá Álfhólum 8,58
6 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Týr frá Litla-Dal 8,57
7 Björn Jóhann Steinarsson Þyrnir  frá frá Borgarhóli 8,14
8 Jakob Svavar Sigurðsson Alur frá Lundum II 7,73

Tölt úrslit  
1 Hulda Finnsdóttir Jódís frá Ferjubakka 3  7,17
2 Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum 7,00
3 Sigurður Sigurðarson Blæja Lýtingsstöðum 6,83
4 Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 6,67
5 John Sigurjónsson Kraftur frá Strönd II 6,50
6 Leó Geir Arnarsson Krít frá Miðhjáleigu 6,33
7 Gísli Steinþórsson Skrugga frá Kýrholti 6,17
8 Vignir Siggeirsson Melkorka frá Hemlu II 6,00