miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Störf Íþróttadómara FEIF á árinu

11. nóvember 2013 kl. 09:30

Íslenskir og hollenskir dómarar störfuðu meira utan heimalands síns en þeir hafa gert áður

Eins og síðustu ár hefur dómaranefnd FEIF undirbúið skýrslu um störf íþróttadómara FEIF á árinu. Störf dómara eru svipuð í ár líkt og þau voru í fyrra. Dómarnir störfuðu að meðaltali 4,8 sinnum á WR mótum. WR mót buðu að meðaltali 4,5 dómurum á hvert mót sem er langt fyrir ofan lágmarkið sem eru tveir dómarar. 

Alþjóðleg störf FEIF dómarana voru líka svipuð og seinustu ár en að meðaltali starfaði FEIF dómari á 2,2 WR mótum í öðru landi en heimalandi sínu. Íslenskir og hollenskir dómarar störfuðu meira utan heimalands síns en þeir hafa gert áður en danskir og sænskir FEIF dómarar minna. Eins og á síðustu árum notuðu lönd sem hafa einungis einn starfandi FEIF dómarar mest erlenda FEIF dómara en það eru lönd eins og Bandaríkin, England og Noregur.

Þýskaland notaði mest erlenda dómara en síðan Danmörk og Noregur. WR mót á Íslandi og í Sviss notast minnst við erlenda dómarar. Eins og árið 2012 og 2011 var mest umferð á dómurum frá Austurríki til Þýskalands.