föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðréttir haustið 2009

Jens Einarsson
31. ágúst 2009 kl. 10:33

Mikið um dýrðir í Skagafirði og Húnaþingi

Fyrstu stóðréttir haustsins verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu næstkomandi laugardag, 5. september klukkan átta árdegis. Miðfjarðarrétt er ekki þekkt skotmark fyrir þá sem eru að leita sér að reiðhesti. Nítjánda september verður réttað í tveimur stöðum í Skagafirði, í Skarðarétt í Gönguskörðum um hádegisbil, og í Staðarrétt klukkan fjögur síðdegis. Þær réttir eru allvel sóttar af fólki í leit að reiðhestaefnum.

Frægasta og fjölsóttasta stóðrétt landsins, Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, fer fram 26. september. Þá helgi er mikið um dýrðir í Skagafirði og skipulögð dagskrá víða, bæði á einstökum hrossaræktarbúum og eins í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.

Víðidalstungurétt í Vestur-Húnavatnssýslu er önnur fjölsóttasta stóðréttin. Hún fer fram 3. október og hefst klukkan tíu árdegis. Víðidalstungurétt hefur vaxið að umfangi undanfarin ár í hlutfalli við fjölgun hrossaræktarbúa á svæðinu. Margir fara í þessa rétt í leit að hestefni.

Stóðréttir haustið 2009

Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 5. sept. kl. 8-9

Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 19. sept. kl. 12-13

Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 19. sept. um kl. 16

Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 13. sept. um kl. 16

Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 20. sept. kl. 11

Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 20. sept. kl. 13

Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudag 25. sept. kl. 14

Árhólarétt við Hofsós föstudag 25. sept. kl. 11:30

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 26. sept. síðdegis

Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 26. sept. kl. 13

Undirfallsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 26. sept. kl. 10

Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 26. sept. um kl. 13

Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 3. okt. kl. 10

Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 3. okt. kl. 10

Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 3. okt. kl. 13

Unadalsrétt, Skag. laugardag 3. okt. kl. 13

Heimild: www.bondi.is