fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Of stór hófur eykur tíðni hófmeina

28. maí 2014 kl. 12:03

Of langur hófur með sprungu.

Breytingar á járningareglum í uppsiglingu.

Mælst er til þess að setja reglur sem takmarka lengd hófa í 90 mm, en niðurstöður viðamikilla rannsókna á hófum kynbóta- og keppnishesta íslenskra hrossa sýndu fram á að hægt væri að tengja hófmein við lengri hófa.

FEIF fékk rannsóknarháskólann í Zürich og hestaspítalann í Vejle í Danmörku til að vinna rannsóknir á ástandi hófa og járninga á íslenskum keppnishestum. Rannsókninni er ætlað að meta gagnsemi reglugerðar FEIF um járningar og fótabúnað, sem  tryggja á heilbrigði hófa.

Í 5. tbl. Eiðfaxa er tæpt á niðurstöðum rannsóknanna. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.