fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Stolt af tilnefningum og hlökkum til framtíðarinnar“

30. október 2019 kl. 15:00

Hjörvar Ágústsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir í Kirkjubæ

Viðtal við Hjörvar og Hönnu Rún tamningamenn og reiðkennara í Kirkjubæ

 

Blaðamaður Eiðfaxa heimsótti þau Hjörvar Ágústsson og Hönnu Rún Ingibergsdóttir að Kirkjubæ á Rangárvöllum. Þar stunda þau tamningar bæði fyrir Kirkjubæjarbúið og fleiri.

Þau hafa nú komið sér upp bættri aðstöðu því reiðhöll var tekin í notkun síðastliðinn vetur. Þegar blaðamann bar að garði var einmitt verið að tengja ljós í reiðhöllina en einn ljóskastari var látinn duga í skammdeginu síðasta vetur.

Kirkjubær er eitt af þeim búum sem tilnefnt er til keppnishestabús ársins og þá er Hanna rún tilnefnd til gæðingaknapa ársins.

Blaðamaður ræddi við þau hin ýmsu mál. En viðtal við þetta unga og efnilega fólk má finna með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/Wd8ETpqaHMM