laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stólpagripur af vekringakyni

11. júlí 2011 kl. 08:57

Krókur frá Ytra-Dalsgerði, knapi Anna Valdimarsdóttir.

Krókur frá Ytra-Dalsgerði á Sandhólaferju

Krókur frá Ytra-Dalsgerði er einn af nokkrum hátt dæmdum stóðhestum sem eru til afnota í sæðingum á Sandhólaferju. Hann stóð þriðji í flokki fimm vetra stóðhesta á nýafstöðnu Landsmóti á Vindheimamelum með 8,43 í aðaleinkunn.

Krókur er einn af mörgum afkvæmum Gára frá Auðsholtshjáleigu, sem er hátt metið fyrir sköpulag, enda bæði stór og fallegur. Hann er 149 cm á herðar og er með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi og prúðleika og 8,5 fyrir bak og lend, fótagerð og hófa.

Á nýafstöðnu Landsmóti fékk hann 8,5 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Á mótinu bætti hann skeiðið með hverjum spretti. Hann er af miklu vekringakyni í móðurættina, undan Hnoss frá Ytra-Dalsgerði, Safírsdóttur frá Viðvík. Hnoss er landsþekkt skeiðhryssa og varð meðal annars Íslandsmeistari í 250 m skeiði árið 2001. Bestu tímar: 22,0 sek. í 250 m skeiði og 7,4 sek. í 100 m flugskeiði.

Allar nánari upplýsingar um notkun á Króki er að finna á heimasíðunni: http://sandholaferja.is. Folatollurinn undir Krók kostar kr. 150.000,- með öllu.