miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stólpagripir á skálmandi brokki

5. mars 2014 kl. 13:18

Einar ungur að árum á Andvara 922 frá Sauðárkróki.

Einar á Mosfelli heimsóttur.

Varla mun ofmælt að flestir þeir unnendur íslenska hestsins sem fylgst hafa með ræktun hans þekki nafn Einars Höskuldssonar frá Mosfelli. Jafnframt búskap og tamningum á eigin búi kom hann um árabil að dómarastörfum á hestamótum og viljaprófaði sýningarhross á landsmótum og fjórðungsmótum. Oft var á orði haft meðal hestamanna að hross væru gjarnan betri hjá honum en sýnendum, en aldrei lakari. Sjálfur hefur Einar ræktað hross á langri búskapartíð og jafnlengi haft sterkar skoðanir á öllu sem að því umræðuefni fellur.

 Árni Gunnarsson heimsótti Einar og ræddi við hann um hross, reiðmennsku og hrossarækt. Viðtalið má nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa en hér birtist bútur:

 En hvað ætli Einari finnist um stöðu ræktunar okkar í dag?

„Þar er margs að gæta. Mér koma í hug orð sem sögð voru fyrir nokkrum árum í minni áheyrn. Í brautinni var stór og mikill stólpagripur á skálmandi brokki og ferðmiklu en klúru. Þá heyrist sagt í áhorfendabrekkunni:

„Ef ég fengi járnkarl og fjóra girðingarstaura gæti ég búið til svona hest“. Svona hesta eru einhverjir að rækta í dag og dómkerfið virðist samþykkja þá. En þetta var ekki hesturinn sem hreif útlendu kaupendurna og skapaði þennan markað. Það þarf fíleflda karlmenn til að sýna brokkið sem hæstu einkunnir fær í dag og sumir þurfa nokkra daga til að ná sér. Hverjir kaupa svona hesta? Enginn sem vill eignast hest sér til yndis og afþreyingar."

 

Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.