laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stolnir hnakkar

21. júní 2012 kl. 14:49

Stolnir hnakkar

 

 

Mikið hefur verið um innbrot í hesthús á síðastliðnum vikum. Að gefnu tilefni sendi Ástund út þessa fréttatilkynningu:  

"Að gefnu tilefni viljum við minna eigendur Ástundar hnakka á að allir hnakkar frá árinu 2004 og lofthnakkar frá árinu 1999 eru merktir með raðnúmeri og eigenda skráning á sér stað við sölu. Mælst er til þess að fólk tilkynni skriflega þegar eigenda skipti eiga sér stað og tilkynni jafnframt til okkar ef Ástundar hnökkum hefur verið stolið. Eigendasögu Ástundar hnakka er hægt að nálgast hjá Ástund. Mikið hefur verið um stuld á reiðtygjum undanfarið og ber að hafa það í huga þegar notaðar vörur eru keyptar. "