laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestar velta hundruðum milljóna

Jens Einarsson
20. maí 2009 kl. 14:13

Í það minnsta 124 fyrstu verðlauna stóðhestar eru auglýstir til notkunar á þessu vori. Þar af eru um 70 hestar með 8,30 og yfir í aðaleinkunn.

Gróft áætlað er meðalverð á folatolli 100 þúsund krónur, með vsk.. Miðað er við fengna hryssu. Girðingargjald og sónargjald er oftast innifalið í uppgefnu verði.

Mikill munur er á verði á folatollum undir 1. verðlauna stóðhestana. Þeir dýrustu eru frá 150 til 250 þúsund krónur tollurinn, en þeir ódýrari á um 50 þúsund krónur.

Ef miðað er við að hver hestur fylji 50 hryssur að meðaltali eru brúttó tekjur af folatollum 620 milljónir króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýju mánaðarriti sem fylgir Viðskiptablaðinu, Hestar og hestamenn, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.