laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestablað Hesta og hestamanna komið út

Jens Einarsson
21. apríl 2010 kl. 13:10

Fæst i hestavöruverslunum á föstudag

Stóðhestablað Hesta&Hestamanna er komið út. Í blaðinu er auglýstir 109 stóðhestar, allir til notkunar á Íslandi. Í blaðinu eru einnig viðtöl og greinar. Erlingur Erlingsson, kynbótaknapi ársins 2009, segir frá því hvernig hann temur og þjálfar, Páll Imsland fjallar um hestaliti, hrossaræktarbúið Þjóðólfshagi 1 er í úttekt, og brugðið er upp mynd af hrossaræktarbúinu á Grænhóli (Auðsholtshjáleigu) sem hlaut landbúnaðaraverðlaun BÍ. Stóðhestablaðið verður til sölu í hestavöruverslunum og víðar frá og með föstudeginum 23. apríl.

ATH: Vegna mistaka í dreifingu náðist ekki að dreifa Stóðhestablaðinu til allra áskrifenda. Allir áskrifendur fá hins vega blaðið á föstudaginn. Við biðjumst afsökunar á þessu.

Kveðja, Hestar&Hestamenn.