mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stofnvernd og skammsýni í Hestablaðinu

31. janúar 2013 kl. 11:19

Páll Imsland hefur lengi reynt að vekja athygli á varasömum fylgifiskum núverandi ræktunarstefnu.

Páll Imsland segir að Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins villi á sér heimildir og tilgangur hans og markmið séu óljós.

Í Hestablaðinu, sem kemur út í dag, skrifar Páll Imsland hugleiðingu um tilgang, eða öllu heldur tilgangsleysi Stofnverndarsjóðs íslenska hestakynsins.

Páll hefur lengi reynt að vekja athygli á þeirri hættu sem fylgifiskar núverandi ræktunarstefnu hafa í för með sér fyrir fjölbreytileikann í stofninum. Einkum liti hans, sem að mati Páls eru sumir í alvarlegri útrýmingarhættu.

Páll segir að þörfin fyrir stofnvernd sé viðurkennd, annars væri Stofnverndarsjóður ekki til. Sjóðurinn hafi hins vegar ekkert frumkvæði, sé allt of lítill, og tilgangur hans óljós.

Hann segir meðal annars:
„Væri verndar ekki þörf, væri verndarsjóðs heldur ekki þörf. Samt má kalla stofnverndina ónýta eins og ástatt er. Tilgangur hennar er hvorki ljós né ræddur. Hún bara hangir þarna og gerir ekkert gagn en villir á sér heimildir, þykist vera það sem hún er ekki....“

Lesið um stofnvernd og ræktunarstefnur í Hestablaðinu. Hægt er að gerast áskrfandi í síma 511-6622.