föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stofnun íslenska hestsins

22. desember 2014 kl. 12:00

Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri Worldfengs verkefnisins.

Jón Baldur Lorange endurvekur hugmyndina um Stofnun íslenska hestsins.

Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri WorldFengs verkefnisins, skrifar grein í 12. tölublaði Eiðfaxa. Þar endurvekur hann hugmyndir sínar um Stofnun íslenska hestsins:

 Í ljósi þeirra hörðu átaka sem hafa verið innan félagskerfis hestamanna í áraraðir en ekki síður vegna þeirrar ábyrgðar sem við höfum sem upprunaland íslenska hestsins þá ber að leita allra leiða til finna lausnir til framtíðar. Markmiðið með Stofnun íslenska hestsins yrði að standa vörð um forystuhlutverk Íslands í málefnum íslenska hestsins hér heima og á erlendri grund. Stofnunin yrði stjórnvöldum á hverjum tíma til halds og traust um málefni íslenska hestsins og Íslandshestamennskunnar, og kæmi fram fyrir hönd stjórnvalda innanlands og í alþjóðlegu samstarfi. Ástæða þess að ég tel að byggja þurfi upp opinbera stofnun er að öðruvísi væri erfitt að tryggja  stöðugleiki og samvinnu á breiðum grundvelli um málefni íslenska hestsins Allir hagsmunaaðilar Íslandshestamennskunnar þyrftu að koma að stofnun og starfseminni til að tryggja traustan starfsgrundvöll þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir fengju að njóta sín. Markmiðið væri að tryggja forystuhlutverk Íslands og stöðu Íslands sem upprunalands íslenska hestsins.

Grein þessa má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa sem lesa má hér. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.