fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stofnfundur hagsmunafélags hestamanna

10. mars 2010 kl. 09:57

Stofnfundur hagsmunafélags hestamanna

Miðvikudagskvöldið 10.mars kl. 20 ætla hestamenn og hestaáhugamenn að stofna með sér félagsskap, í Fólkvangi á Kjalarnesi, til að vinna að hagsmunamálum hestamanna á Kjalarnesi.

Markmið þessa félags verður að vinna að hagsmunum hestamennskunnar á Kjalarnesi, m.a. með því að stuðla að reiðvegagerð, uppbyggingu hesthúsahverfis og útvega aðgengilega sumarbeit.

Nokkrir hestaáhugamenn hafa ákveðið að boða til stofnfundarins. Eins og fyrr segir er ákveðinn tilgangur með félaginu. Ekki er ætlunin að stofna eiginlegt hestamannafélag með aðild að íþróttahreyfingunni, einungis hagsmunafélag til að vinna að úrlausn ýmissa mála svo hægt verði að stunda hestamennsku hér á Kjalarnesinu.

www.kjalarnes.is