sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stöðulistar LM2011 virkir

20. janúar 2011 kl. 12:02

Stöðulistar LM2011 virkir

Landsmót ræddi við Sigurð Ævarsson, stjórnarmann LH og formann Keppnisnefndar LH, til að fræðast um þátttökurétt í tölti og skeiði:...

„Eins og á fyrri Landsmótum ákvarða stöðulistar hvaða knapar og hestar hafa þátttökurétt til keppni í tölti, 100m skeiði, 150m skeiði og 250m skeiði. Frá og með 1.janúar 2011 telja öll lögleg mót til stöðulistanna fyrir Landsmót 2011 sem haldið verður á Vindheimamelum.
Nú þurfa því hestamannafélögin í landinu að fara að sækja um dómara til Dómaranefndar LH en á síðasta Landsþingi, sem haldið var á Akureyri í október 2010, var samþykkt að til þess að mót væru lögleg þyrfti að sækja um dómara til Dómaranefndar LH. Hvetjum við því félögin til þess að sækja um dómara sem fyrst, fylla út umsóknareyðublöð sem er að finna á heimasíðu LH og skila inn umsóknum til skrifstofu LH.“
Það verður án efa mjög spennandi að fylgjast með stöðulistunum þegar líða fer að Landsmóti og að sjálfsögðu mun www.landsmot.is flytja fréttir af því. Sjá fleiri fréttir inn á heimasíðu Landsmóts, www.landsmot.is