þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stöðugur útflutningur á liðnu ári

6. janúar 2015 kl. 09:40

Hæst dæmda útflutta hross ársins er Erla frá Halakoti, sem hlaut 8,52 í aðaleinkunn. Hún fór til Noregs. Knapi er Árni Björn Pálsson.

Íslenskir hestar voru fluttir héðan til tuttugu landa árið 2014.

Alls voru 1269 hross flutt frá Íslandi á árinu 2014. Reynast þau eilítið fleiri en þau 1118 hross sem fóru utan árið áður. Hrossin fara víða um heim og voru send til 20 landa, samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók Íslenska hestsins.

Líkt og fyrri ár fóru langflest hrossin til Þýskalands 594 talsins, 153 hross fóru til Svíþjóðar og 130 til Danmerkur. Þá fóru 94 hross til Austuríkis, 77 til Sviss, og 55 til Noregs. Fjögur hross fóru til Ástralíu, þrjú til Póllands, tvö til Kanada, eitt til Spánar, Ítalíu og Lichtenstein svo eitthvað sé nefnt.

Af þeim hrossum sem yfirgáfu Ísland höfðu 82 hlotið fyrstu verðlauna kynbótadóm. Hæst dæmda útflutta hross ársins er Erla frá Halakoti, sem hlaut 8,52 í aðaleinkunn. Hún fór til Noregs. Hæst dæmdi stóðhestur sem fór utan en Máttur frá Leirubakka, meða 8,49 í aðaleinkunn, en hann fór til Sviss.

Uppfært: Hæst dæmda útflutta hross ársins er Hausti frá Kagaðarhóli með 8,53 í aðaleinkunn.