mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt

4. september 2012 kl. 10:49

Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt

"Laugardaginn 15. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Strjúgsstöðum í Langadal klukkan 10. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt klukkan 14 og haldið þaðan klukkan 16. Ferðamannafjallkóngur verður Valgarður Hilmarsson.  

Veitingasala verður í Kirkjuskarðs- og Skrapatungurétt. Aðstaða er til að geyma hesta frá föstudegi yfir á laugardag á Strjúgsstöðum, við sandnámu (norðan afleggjara).
Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni.
 
Um kvöldið verða veitingar fyrir svanga smala og aðra hestamenn á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi. Stórdansleikur með Pöpum verður í Félagsheimilinu Blönduósi. Húsið opnar klukkan 23. Barinn opinn og er aldurstakmark 18 ár.
 
Sunnudaginn 16. september hefjast stóðréttir í Skrapatungurétt klukkan 11. Skemmtileg alíslensk stemning. Veitingasala í réttarskála."