föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðrétttir norðan heiða

23. september 2009 kl. 15:10

Stóðrétttir norðan heiða

Það verður mikið um að vera norðan heiða laugardaginn 3.október. Réttað verður á tveimur stöðum, sölusýning í Melgerðismelarétt og réttardansleikur um kvöldið. Nú er um að gera að gleyma ICESAVE um stund og eiga góða helgi á Norðurlandinu.


Þverárrétt

Réttað verður á Þverárrétt í Öngulsstaðadeild laugardaginn 3. október kl 10:00.
 

Melgerðismelarétt

Réttað verður í Melgerðismelarétt laugardaginn 3. október, rekið inn kl 13:00. Seldar verða alls kyns ljúffengar veitingar

 
Sölusýning á Melgerðismelarétt

Sölusýning verður haldin í framhaldi af Melgerðismelarétt 3. október n.k. Ótamin tryppi verða sýnd í Melaskjóli  og tamin hross á hringvellinum við stóðhesta­húsið.

Skráning fer fram hjá Ævari í tölvupóstfang fellshlid@nett.is  eða síma 865 1370. Skrá skal nafn og fæðingarnúmer á hrossinu og verðhugmynd. Skráningargjald er kr 1000.- Leggist inn á reikningsnúmer 0302-26-7009 kt.700997-2439. Setjið nafn á hesti sem skýringu.  Skráningu lýkur miðvikudaginn 30. september.

Stjórn hrossaræktarfélagsins Náttfara
 
 
Stóðréttardansleikur

Stóðréttardansleikur verður haldinn í Funaborg 3. október. Húsið opnar kl 22:00. Miðaverð kr 1500.- Hljómsveitin Í sjöundahimni leikur fyrir dansi fram á morgun.

Hestamannafélagið Funi