miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðréttir, eftirleitir og dansiball í Svarfaðardal

26. september 2011 kl. 09:43

Stóðréttir, eftirleitir og dansiball í Svarfaðardal

Um helgina verða stóðgöngur og eftirleitir í Sveinstaðaafrétt.

Gengið verður á föstudag 30. september og lagt verður af stað frá Stekkjarhúsi um kl. 11:30. Þeir sem hafa áhuga að slást í hópinn eru því velkomnir þangað. 
 
Á laugardag er áætlað að reka í safnhólf við Tungurétt um kl. 12:00 og áætlað að réttarstörf hefjist um kl. 13:00.
Um kvöldið (laugardagskvöld 1. okt.) verður svo slegið upp dansiballi að Rimum (við Húsabakka) þar sem þeir félagar Stulli og Dúi munu halda upp fjörinu frá eftir nóttu. Húsið opnar kl. 23:00, aðgangseyrir er kr. 2000 - 16 ára aldurstakmark.