fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðréttir árið 2019

10. september 2019 kl. 10:00

Margir leggja leið sína ár eftir ár í stóðréttir. Hér má sjá fjör í Skrapatungurétt í A-Húnavatnssýslu.

Framundan eru göngur og réttir þar sem íslenski hesturinn er í stóru hlutverki.

 

Eins og lesendur tímaritsins Eiðfaxa hafa lesið sér til um í síðustu tölublöðum að þá er íslenski hesturinn oft kallaður þarfasti þjóninn. Kom þetta viðurnefni til vegna þess hve mikilvægur hann var búsetu í landinu. Var hann þá brúkaður til lengri og skemmri ferðalaga og nýttur til allskyns vinnu. Nú er eitt af hans síðustu ,verkefnum sem hreinn vinnuhestur, að bera smala í göngum víðs vegar um landið. Bæði til fjár- og hrossasmölunar.

Stóðréttir eru víða um land auk fjárrétta. Hér má sjá lista yfir stóðréttir árið 2019. Listinn birtist fyrst á vef Bændablaðsins bbl.is.


 

Stóðréttir haustið 2019

 

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún.

laugardaginn 21. sept. kl. 16.00

Árhólarétt í Unadal, Skag.

föstudaginn 27. sept.

Deildardalsrétt í Deildardal, Skag.

föstudaginn 27. sept.

Flókadalsrétt, Fljótum, Skag.

föstudaginn 27. sept.

Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún.

sunnudaginn 15. sept. kl. 16.00

Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.

laugardaginn 28. sept.

Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit

laugardaginn 5. okt. kl. 13.00

Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún.

laugardaginn 7. sept. kl. 9.00

Selnesrétt á Skaga, Skag.

laugardaginn 14. sept.

Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.

laugardaginn 14. sept.

Skrapatungurétt í A.-Hún.

sunnudaginn 15. sept. kl. 11.00

Staðarrétt í Skagafirði.

laugardaginn 14. sept.

Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf.

laugardaginn 5. okt.

Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag.

föstudaginn 27. sept.

Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.

laugardaginn 21. sept. kl. 9.00

Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún.

laugardaginn 5. okt. kl. 11.00

Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit

laugardaginn 5. okt. kl. 10.00

Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún.

laugardaginn 28. sept. kl. 12.30