miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðréttatíð

21. september 2012 kl. 11:16

Stóðréttatíð

Nú er tími stóðrétta en fyrsta stóra réttarhelgin var í síðustu viku þegar fjórar slíkar fóru fram í Skagafirði og Húnavatnssýslu.

Á laugardaginn fara fram tvær réttir í Austur-Húnavatnssýslu. Annars vegar Undirfellsrétt í Vatnsdal sem hefst kl. 9 og svo rekið verður í rétt kl. 16 í Auðkúlurétt við Svínavatn.
 
Er ekki úr vegi að benda hestaáhugamönnum á þessa miklu hefð sem hefur verið tengt hestahaldi Íslendinga um aldir.  „Fyrst og fremst er þetta tengt hestinum en snýst einnig um að skemmta sér, hitta náungann, gleðjast með honum og stofna til alls konar viðskipta eða sambanda, jafnvel ástarsambanda. Þarna hafa orðið til hjónabönd,“ segir Haraldur Þór Jóhannsson, frá Enni í Viðvíkurssveit, sem var um fjögurra ára skeið réttarkóngur í Laufskálarétt í 6. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku.
 
Meðfylgjandi er listi yfir þær stóðréttir sem enn eiga eftir að fara fram:
 • Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 22. sept. kl. 9
 • Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 22. sept. kl. 16
 • Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudag 28. sept. kl. 13
 • Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 29. sept.
 • Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 29. sept. um kl. 13
 • Deildardalsrétt í Skagafirði sunnudag 30. sept.
 • Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 6. okt. kl. 12
 • Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 6. okt
 • Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 6. okt. kl. 10
 • Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 13. okt. kl. 10
 • Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 13. okt. kl. 13
 • Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Ekki ljóst