laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestaveislan

7. apríl 2017 kl. 17:00

kvistur skagaströnd

Enn bætist á gestalistann, stórstirni alla leið úr skagafirði væntanlegir suður yfir heiðar

Nú er farið að styttast allverulega í Stóðhestaveisluna í Samskipahöllinni og því ekki úr vegi að nefna nokkur eðalhross til viðbótar.

Tveir góðir garpar að norðan hafa bæst í hóp veislugesta. Frá ræktunarbúinu Hofi á Höfðaströnd mæta félagarnir Grámann og Hagur, báðir verulega spennandi stóðhestar sem munu vafalaust sýna allar sínar bestu hliðar í höllinni.

Kvistur frá Skagaströnd, sá mikli garpur, hefur ekki komið fram opinberlega í þónokkurn tíma, en nú verður breyting á. garpurinn ætlar að líta við á Stóðhestaveislu ásamt nokkrum afkvæmum sínum. 

Völsungur frá Skeiðvöllum hefur allt til að bera sem prýða þarf úrvals stóðhest; ættstór, fallegur, fasmikill og síðast en ekki síst góður og hann mætir að sjálfsögðu á veisluna.

Hinn eðalborni Lord frá Vatnsleysu, hefur heillað hestafólk um árabil með tign sinni og glæsilegu fasi. Nú eru þeir félagar Lord og Björn Jónsson, Vatnsleysubóndi, komnir suður fyrir heiðar og rifja upp gamalkunna takta.

Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á sýninguna, þeir síðustu eru til sölu í verslun Líflands á Lynghálsi, Top Reiter, Hestar og menn og hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi. Fyrstir koma, fyrstir fá!