þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestaveisla

4. apríl 2017 kl. 15:00

Oddi frá Hafsteinsstöðum. Knapi, Skapti Steinbjörnsson.

Hestar kynntir til leiks

Nú eru aðeins fjórir dagar í Stóðhestaveislu í Sprettshöllinni og því ekki úr vegi að ljóstra upp um nokkra af þeim gæðingum sem munu mæta á veisluna.

Von er á góðum gestum að norðan og þeirra á meðal er Sæssonurinn Oddi frá Hafsteinsstöðum. Oddi hefur raðað inn níu fimmum í kynbótadómi og fengið heila 8,96 í B-flokki, svo það er enginn svikinn af því að sjá hann sýna listir sínar.

Af fleiri góðum hestum að norðan má telja hinn litfagra Karra frá Gauksmýri en hann hefur hlotið 8,62 í kynbótadómi auk þess sem hann stóð sig með miklum sóma í gæðingaskeiði Meistaradeildarinnar sl. laugardag. Einnig mun Arðssonurinn Eldur frá Bjarghúsum mæta á svæðið - mikill fas- og fótaburðarhestur þar á ferð. 

Þórarinn Eymundsson mun svo einnig gera sér ferð að norðan með tvo unga og bráðefnilega stóðhesta, þá Atlas frá Hjallanesi og Þráinn frá Flagbjarnarholti, en báðir þessir hestar stóðu sig með miklum sóma í fjögurra vetra flokki stóðhesta á landsmóti sl. sumar.

Fleiri stóðhestar verða kynntir til sögunnar á næstu dögum, fylgist vel með!

Miðasala er í fullum gangi verslunum Líflands í Reykjavík, Borgarnesi og Hvolsvelli, hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og í Hestar og menn. Tryggið ykkur miða í tíma!