sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestaval í Skagafirði sumarið 2013

8. maí 2013 kl. 13:43

Stóðhestaval í Skagafirði sumarið 2013

Eftirtaldir stóðhestar verða til afnota í Skagafirði í sumar á vegum Hrossaræktarsambands Skagfirðinga: Kolskeggur frá Kjarnholtum, Korgur frá Ingólfshvoli, Loki frá Selfossi og Þóroddur frá Þóroddsstöðum. Kolskeggur og Þóroddur fara í hólf um 20 júní, Korgur 10 júlí og Loki 20 júlí. Heildarverð m.vsk er kr. 150.000 fyrir þá Korg og Loka, kr. 160.000 fyrir Kolskegg og kr. 190.000 fyrir Þórodd. Það eru laus pláss hjá öllum þessum stóðhestum og pantanir má senda á sah@rml.is  eða í síma 4557107,“ segir í tilkynningu frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga