miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestaskýrslur

4. febrúar 2016 kl. 14:56

Eru ekki allir búnir að skila stóðhestaskýrslum fyrir síðastliðið ár?

"Hafa ef til vill einhverjir gleymt þeim niðri í skúffu! Endilega drífið í að skila svo hryssueigendur geti skráð folöldin, sem fæðast í vor, rafrænt í heimaréttinni. Eyðublöðum er hægt að skila inn á öllum starfsstöðvum RML. Ég vil benda á að nú er komið sérstakt eyðublað vegna fósturvísaflutninga en þar er hægt að gera grein fyrir meðgöngumóður. Öll eyðublöð vegna skýrsluhalds má nálgast á heimasíðu RML www.rml.is. Á sömu síðu er einnig að finna ýmsan annan fróðleik um hrossarækt. Hafið endilega samband ef ykkur vantar DNA-sýnatöku, örmerkingu, ungfolaskoðun, fóðurráðgjöf eða eitthvað annað tengt hrossum."

Halla Eygló Sveinsdóttir 
Ráðunautur í hrossarækt hjá RML 
Netfang: halla@rml.is 
Símanúmer: 516-5024.