föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestarnir á Flugumýri -

5. júlí 2010 kl. 16:22

Stóðhestarnir á Flugumýri -

Það má í raun kalla það einstæðan atburð að á einni og sömu sýningunni séu stóðhestar frá sama bænum í efsta sæti í öllum flokkum. Það kann vel að vera að það hafi gerst áður, en þrátt fyrir það er um skemmtilegan viðburð að ræða fyrir þá sem ná slíkum árangri. Á kynbótasýningunni á Vindheimamelum í Skagafirði um helgina voru stóðhestar frá Flugumýri II í Skagafirði í efstu sætum í öllum flokkum sem kunnugt er. En hvaða hestar eru þetta og hvað stendur á bakvið þá.

Í sjö vetra flokknum var efstur Hreimur frá Flugumýri með 8,13 í aðaleinkunn. Hreimur er undan Forseta frá Vorsabæ og Hendingu frá Flugumýri, Kveiksdóttur frá Miðsitju.  Hending er 1. verðlauna hryssa sem var dæmd árið 1998 og hlaut 7,70 fyrir byggingu, 8,46 fyrir hæfileika sem þýðir aðaleinkunn 8,08.

Seiður frá Flugumýri sá er var efstur sex vetra stóðhestanna er varð landsþekktur stóðhestur eftir síðasta Landsmót þar sem hann vakti mikla athygli sem ein af stjörnum þess móts. Fjögurra vetra gamall hlaut hann hvorki meira né minna en 8,42 í aðaleinkunn, fyrir hæfileika 8,39 og fyrir byggingu 8,48. Nú hefur Seiður risið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og bætir heldur um betur og þar sem hann hlaut 8,59 fyrir bæði byggingu og hæfileika á sýningunni um helgina.

Seiður er undan Kletti frá Hvammi, þeim mikla garpi og Sif frá Flugumýri.  Sif var ekkert meðalhross heldur glæsihryssa sem er ógleymanleg þeim sem hana sáu. Hún hlaut sinn hæsta dóm árið 2001, 8,05 fyrir byggingu og 8,63 fyrir hæfileika sem er aðaleinkunn 8,40. Sif gerði það einnig gott í keppnum og muna margir hana í úrslitum í A flokki á  LM 2002 þar Pál bónda í Flugumýri á baki.

Fimm vetra hesturinn Segull er einnig undan Sif. Faðir hans er Víðir frá Prestbakka sem er sonur hinnar glæsilegu Gleði frá Prestbakka sem hlaut 8,70 í einkunn og þar af  8,96 fyrir hæfileika á LM 2000 og flestum er í fersku minni sem til sáu.

Hrannar frá Flugumýri er svo nýjasta stjarnan frá Flugumýrarbændum. Hann er undan Hendingu, þeirri sömu og Hreimur frá Flugumýri en faðir hans er heimsmeistarinn Kraftur frá Bringu. Hrannar hlaut 8,35 fyrir byggingu, 8,07 fyrri hæfileika sem gerir aðaleinkunn 8,18 sem verður að teljast prýðilegur dómur á fjögurra vetra fola.

Til viðbótar við þetta kom fram á sýningunni fjögurra vetra gömul hryssa undan Sif og Leikni frá Vakursstöðum og hlaut hún 7,77 í aðaleinkunn. Verður spennandi að fylgjast með þeirri hryssu síðar.

Það má nefna að það er verið að sleppa þessum stóðhestum í girðingar þessa daganna og pláss laus undir þá. Nánari upplýsingar um það veitir Páll Bjarki.

Það er því greinilegt að hér er ekki um neina tilviljun að ræða, að baki þessara hesta liggur áratuga ræktunarstarf sem er nú greinilega að skila sér með mjög ánægjulegum hætti.

Það er óhætt að óska Flugumýrarbændum til hamingju með árangurinn og þetta er hvatning til annarra hrossaræktenda að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir þau áföll sem hafa dunið á greininni nú að undanförnu.

Einstaklingssýndir stóðhestar 7 vetra og eldri

IS2002158620 Hreimur frá Flugumýri II

Örmerki: 352206000021011

Litur: 2280 Brúnn/mó- stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka

Ræktandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir

Eigandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir

F.: IS1996187983 Forseti frá Vorsabæ II

Ff.: IS1968157460 Hrafn frá Holtsmúla

Fm.: IS1983287049 Litla-Jörp frá Vorsabæ II

M.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri

Mf.: IS1986157700 Kveikur frá Miðsitju

Mm.: IS1979258601 Harpa frá Flugumýri

Mál (cm): 147 - 136 - 141 - 67 - 147 - 38 - 50 - 46 - 6,8 - 32,0 - 19,0

Hófa mál: V.fr.: 9,2 - V.a.: 8,2

Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 7,5 - 7,0 - 8,5 - 7,5 = 8,00

Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 = 8,21

Aðaleinkunn: 8,13

Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0

Sýnandi: Páll Bjarki Pálsson

Einstaklingssýndir stóðhestar 6 vetra

IS2004158629 Seiður frá Flugumýri II

Örmerki: 352206000006888

Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt

Ræktandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Páll Bjarki Pálsson

Eigandi: Flugumýrar-Seiður ehf

F.: IS1998187045 Klettur frá Hvammi

Ff.: IS1988165895 Gustur frá Hóli

Fm.: IS1983287105 Dóttla frá Hvammi

M.: IS1994258629 Sif frá Flugumýri II

Mf.: IS1991158626 Kormákur frá Flugumýri II

Mm.: IS1984257091 Sandra frá Flugumýri

Mál (cm): 146 - 134 - 141 - 67 - 147 - 37 - 48 - 45 - 6,8 - 31,0 - 19,0

Hófa mál: V.fr.: 9,6 - V.a.: 8,9

Sköpulag: 8,0 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 9,0 = 8,59

Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 7,5 = 8,59

Aðaleinkunn: 8,59

Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

Sýnandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Einstaklingssýndir stóðhestar 5 vetra

IS2005158629 Segull frá Flugumýri II

Örmerki: 352206000015181

Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt

Ræktandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Páll Bjarki Pálsson

Eigandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Eyrún Anna Sigurðardóttir

F.: IS2001185028 Víðir frá Prestsbakka

Ff.: IS1994158700 Keilir frá Miðsitju

Fm.: IS1995285030 Gleði frá Prestsbakka

M.: IS1994258629 Sif frá Flugumýri II

Mf.: IS1991158626 Kormákur frá Flugumýri II

Mm.: IS1984257091 Sandra frá Flugumýri

Mál (cm): 143 - 130 - 137 - 66 - 143 - 39 - 49 - 44 - 7,0 - 31,0 - 20,0

Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,4

Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,13

Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 7,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 = 8,49

Aðaleinkunn: 8,35

Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,5

Sýnandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Einstaklingssýndir stóðhestar 4 vetra

IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II

Örmerki: 352206000038892

Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt

Ræktandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Páll Bjarki Pálsson

Eigandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Eyrún Anna Sigurðardóttir

F.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu

Ff.: IS1988165895 Gustur frá Hóli

Fm.: IS1987265016 Salka frá Kvíabekk

M.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri

Mf.: IS1986157700 Kveikur frá Miðsitju

Mm.: IS1979258601 Harpa frá Flugumýri

Mál (cm): 141 - 132 - 138 - 64 - 143 - 37 - 47 - 43 - 6,7 - 31,0 - 19,5

Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 9,0

Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 7,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 7,0 = 8,35

Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 6,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 8,07

Aðaleinkunn: 8,18

Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5

Sýnandi: Þórarinn Eymundsson

 

heimild: worldfengur.com