laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestar á ístöltið

5. apríl 2013 kl. 08:17

Stóðhestar á ístöltið

Eftirtaldir stóðhestar mæta á ístöltið "Þeir allra sterkustu" til kynningar, hér eru á ferðinni frábærir hestar sem munu gleðja augu okkar á laugardagskvöld.

 
1. Óskasteinn IS 2005157994 frá Íbishóli
2. Vörður IS2006184883 frá Strandarhjáleigu
 
3. Toppur IS2007187018 frá Auðsholtshjáleigu
4. Bikar IS2007155513 frá Syðri-Reykjum
 
5. Skýr IS2007184162 frá Skálakoti
6. Tinni IS2007187805 frá Blesastöðum
 
Ístöltið hefst kl 20.00 á laugardagskvöldið 6. apríl en húsið opnar kl. 19.30 þar munu etja kappi saman margir af bestu tölthestum og knöpum landsins.
Allur ágóði rennur til landsliðs Íslands í hestaíþróttum miðaverð er 3.500 kr einnig verður sala á happdrættismiðum á kr. 1.000, aðgöngumiði + tveir happdrættismiðar á 5.000 kr, aðalvinningur happdrættis er folatollur undir Arion frá Eystra-Fróðholti auk annara vinninga.
Forsala er í fullum gangi í hestavöruverslunum auk þess sem miðar verða seldir í Meistaradeildinni á föstudagskvöld, miðar einnig seldir við inngang Skautahallarinnar frá kl. 18.30 á laugardag.
 
Mætum á ísinn eigum frábæra kvöldstund saman og styðjum myndarlega við landsliðið okkar ÁFRAM ÍSLAND