þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestadeginum aflýst

odinn@eidfaxi.is
24. apríl 2014 kl. 18:29

Flögri frá Sólvangi var einn af þeim stóðhestum sem sýndir voru á Selfossi í fyrra. Knapi Bylgja Gauksdóttir.

Lítill áhugi á þátttöku þrátt fyrir góða spá

Ákveðið hefur verið að aflýsa stóðhestadegi Eiðfaxa sem fyrirhugað var að halda á Brávöllum á laugardaginn vegna lítils áhuga ræktenda á að taka þátt í viðburðinum. 

Veðurspáin er frábær fyrir laugardaginn, völlurinn á Selfossi eins og hann verður bestur og ljóst er að allt er eins og best getur verið fyrir utan lítinn áhuga stóðhesteiganda.

Eiðfaxi þakkar þeim sem sýndu framtakinu áhuga og vonar að áhuginn verði meiri á næsta ári.