þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestadagur Eiðfaxa

22. apríl 2014 kl. 14:43

Stóðhestadagurinn verður veglegur að vanda.

Spáð vorblíðu á laugardag.

Stóðhestadagur Eiðfaxa er á laugardaginn, en samkvæmt veðurspánni stefnir í sól og allt að 12 stiga hita á Selfossi á laugardaginn.

Í fyrra mætt um 1500 manns og því er ljóst að þetta er frábær vettvangur til að kynna stóðhesta.

Í hléinu verður boðið upp á kennslusýningu með Olil Amble. Aðgangur er ókeypis.

Áhugasamir stóðhesteigendur vinsamlegast hafið samband í síma 8661230 eða odinn@eidfaxi.is