miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestadagur Eiðfaxa nálgast

12. apríl 2012 kl. 11:52

Stóðhestadagur Eiðfaxa nálgast

Vorið er komið og nú fer að styttast í Stóðhestadag Eiðfaxa og hestamannafélagsins Sleipnis, en hann verður haldinn að Brávöllum á Selfossi laugardaginn 28. apríl nk.

 
Þá mun fara fram kynning á ungum og eldri stóðhestum á beinni braut, í anda sýninga stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti forðum.  Allir stóðhestar sem skráðir eru í Stóðhestablaðið 2012 eiga rétt á að koma fram í kynningu, einir eða með afkvæmum. 
 
Skráning stóðhesta á sýninguna fer fram í gegnum netfangið odinn@eidfaxi.is og er rétt að minna eigendur á að tilkynna komu hrossa sinna.
 
Aðgangur á Stóðhestadaginn verður ókeypis og því ekki úr vegi að hvetja alla áhugasama hestunnendur að renna við á Selfossi og bera augum unga og upprennandi kynbótahross og heiðurshöfðingja en kynna má sér upplýsingar um hestanna í Stóðhestablaðinu 2012.
 
Hægt er að tryggja sér eintak af blaðinu hér í vefversluninni.