þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestablaðið 2013

17. apríl 2013 kl. 15:41

Stóðhestablaðið 2013

Stóðhestablað Eiðfaxa 2013  er nú í prentun hjá Odda. Blaðið er komið á vefinn og vefútgáfuna má nálgast hér. Í blaðinu sem er yfirgripsmikil handbók um þá stóðhesta sem í boði verða fyrir hrossaræktendur um allt land í sumar.

Blaðið er veglegt, tæplega 200 hestar prýða síður þess.  Í blaðinu má finna fróðlegar ræktunargreinar, meðal annars viðtal við Gunnar Marel Friðþjófsson í Skjálg, Ágúst Sigurðsson ræðir niðurstöður rannsóknar um stöðu upprunalandsins í alþjóðlegri ræktun. Einnig má sjá grein um orskakaþætti erfðafræðinnar þar sem Kristinn Hugason ræðir til hvers ræktun er ef engar erfðaframfarir nást.  Einnig er hrossaræktin á Akranesi tekin fyrir, saga Sleipnisbikarsins og margt fleira spennandi.

Stóðhestablaðið verður að sjálfsögðu sent til áskrifenda um leið og það kemur úr prentsmiðjunni en einnig verður blaðið til sölu í hestavöruverslunum, bensínstöðvum N1 og Olís og víðar.

Eiðfaxi er stoltur af nýja blaðinu og vonar að það eigi eftir að verða hrossaræktendum góð og nytsamleg handbók við val á stóðhesti til undaneldis.

Við viljum líka minna á Stóðhestadaginn sem verður haldinn laugardaginn 27. apríl.

Allir hestar í Stóðhestablaðinu hafa þátttökurétt á Stóðhestadeginum sem fram fer á Brávöllum, Selfossi kl 14:00.  Margir þekktustu stóðhestar landsins koma meðal annars fram með afkvæmahópum. Í fyrra mættu um 1000 manns á þennan vinsæla viðburð og einnig má búast við miklum fjölda núna.

Við viljum minna fyrirtæki og einstaklinga sem ætla að taka þátt að skrá sig sem fyrst í netfangið: 

odinn@eidfaxi.is eða í síma 8661230