sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestablað Eiðfaxa

4. apríl 2012 kl. 17:14

Stóðhestablað Eiðfaxa

Stóðhestablað Eiðfaxi er að koma út og mun berast til áskrifenda á næstu dögum. Hægt er að skoða vefútgáfu blaðsins hér.

Meðal efnis er viðtal við unga sýnendur kynbótahrossa, Kára Steinsson og John Kristin Sigurjónsson. Einnig er viðtal við Sigurstein Sumarliðasson sem átti fábært ár í fyrra og vann m.a. Íslandsmótið í tölti, og var í verðlaunasætum í A- og B-flokki á LM2011. Ítarlega er fjallað um Heiðursverðlaunahestana sem sýndir voru með afkvæmum á síðasta Landsmóti. Allar reglur, sýningaáætlanir og aðrar upplýsingar sem ræktandin þarf. Listar yfir hvaða knapar stóðu sig best síðastliðið vor auk kynbótamatsins 2012. Landsráðunauturinn í hrossarækt, Guðlaugur Antonsson, skrifar inngangsgrein í blaðið.

Blaðið hefur fengið nýtt útlit og eru upplýsingar meiri um hvern hest auk þess sem afkvæmahestar fá heilsíðu þar sem fram kemur einstaklingsdómur þeirra, hæst dæmdu afkvæmi og hæst metnu afkvæmi þeirra skv. kynbótamati.

Sannkölluð handbók hrossaræktandans!

Forsíðuna prýðir Sleipnirsbikarhafinn frá síðasta Landsmóti, Gári frá Auðsholtshjáleigu.  Myndin er tekin af Gígju Dögg Einarsdóttur ritnefndarkonu.

Margir af hestunum koma svo til nánari kynningar á Selfossi laugardaginn 28.apríl n.k. þar sem þeir sýna sitt besta úti á frábæru vallarsvæði Hestamannafélagsins Sleipnis sem er samstarfsaðili Eiðfaxa um Stóðhestadaginn 2012