miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stjörnutölt - úrslit-

22. mars 2010 kl. 13:58

Stjörnutölt - úrslit-

Stjörnutölt var haldið í gærkveldi og er óhætt að segja að það hafi verið frábær skemmtun. Sterkir hestar mættu til leiks og voru úrslitin æsispennandi.

Barbara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum kom sá og sigraði. Viðar Bragason og Von frá Syðra-Kolugili voru valin 5 hestur í úrslit af áheyrendum. Viðar og Von stóðu sig vel og höfnuðu í 5 sætinu.

Jakob Svavar sigraði stóðhestakeppnina á Al frá Lundum og kom Magnús Magnússon og Vafi frá Ysta-mói fast á hæla hans.

Góð skemmtun var á „Geira kaffi“ eftir sýninguna þar sem gestir og gangandi fluttu sig inní reiðhöllina og sungu hástöfum að hestamannasið.

Úrslit í tölti
1. Barbara Wenzl - Dalur frá Háleggsstöðum 8,5
2. Jakob Svavar Sigurðsson - Árborg frá Miðey 7,67
3. Sölvi Sigurðsson - Glaður frá Grund 7,33
4. Sigurður Sigurðsson - Hugrún frá Syðra-Garðshorni
5. Viðar Bragason - Von frá Syðra Kollugili

Úrslit í stóðhestakeppninni

1. Jakob Sigurðsson - Alur frá Lundum 7,43
2. Magnús Magnússon - Vafi frá Ysta-Mó 7,41
3. Björn Jónsson - Sindri frá Vatnsleysu 7,01
4. Hekla Katharina Kristinsdóttir - Gautrekur frá Torfastöðum
5. Sölvi Sigurðsson - Straumur frá Enni 6,60
6. Sigurður Sigurðsson - Spói frá Hrólfstaðafelli.