laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stjörnutölt Léttis 2010

23. febrúar 2010 kl. 09:45

Stjörnutölt Léttis 2010

Hið árlega Stjörnutölt verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 20.mars n.k. Keppni úrvalstöltara á ís og opin stóðhestakeppni 5 vetra og eldri. Þess má geta að skráningu í stóðhestakeppnina lýkur þriðjudaginn 16. mars kl. 20:00 Skráning og upplýsingar hjá Kristmundi í síma 845-6119.

Veglegt aðgöngumiðahappadrætti þar sem meðal annars verður boðið upp á folatoll undir Hrímni frá Ósi svo eitthvað sé nefnt. Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Forsala aðgöngumiða er í Líflandi og Fákasporti á Akureyri. Nú er um að gera að taka daginn frá og skella sér í Skautahöllina og horfa á úrvalstöltara etja kappi á ís.

Eitt er víst að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð.