miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stjörnutölt á laugardag

16. mars 2011 kl. 10:18

Stjörnutölt á laugardag

Stjörnutölt 2011 verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri, laugardaginn 19. mars kl. 20.30.

Barbara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum slóu í gegn þegar þau sigruðu mótið í fyrra og velta því margir fyrir sér hvort þau muni mæta í skautahöllina og verja titilinn laugardag.

Aðgangseyrir á Stjörnutölt er 2.000 kr. en frítt er fyrir 13 ára og yngri. Miðasala er hafin í Fákasporti og Líflandi á Akureyri.