mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stjörnuhappadrætti Adams

23. febrúar 2012 kl. 10:48

Stjörnuhappadrætti Adams

Adam í Kjós stendur í vallarframkvæmdum, og safnar nú fyrir lokafrágangi vallarins. Af því tilefni hefur félagið sett af stað happadrætti; Stjörnuhappadrætti Adams.

 
Vinningar eru veglegir, og vinningslíkur einstaklega miklar.  Aðalvinningur er folatollur undir gæðinginn og kynbótahestinn Aron frá Strandarhöfði. En alls eru 16 folatollar í vinning, bæði undir flotta 1 verðlauna hesta og svo verðandi stjörnur. Verslunin Lífland hefur gert Adam þann greiða að selja miða fyrir félagið, og hvetjum við hestamenn til að hjálpa félagi okkar og taka þátt í happadrættinu. Það verður ekki leiðinlegt að koma í Kjósina, taka þátt í einu móti eða svo, fara svo í frábæran reiðtúr um Laxárbakka, Reynivallahálsinn og víðar. Stutt að fara, og bara gaman. Reiðleiðir í Kjósinni eru alltaf að gerast betri og betri.  Hestamenn, munið eftir Adam, næst þegar þið farið í Lífland. Adam þakkar eigendum þeirra stóðhesta sem stutt hafa félagið.
 
Folatollarnir eru undir:
1.      Aron frá Strandarhöfði
2.      Uggi frá Bergi
3.      Kjarni frá Þjóðólfshaga
4.      Sædynur frá Múla
5.      Vaðall frá Akranesi
6.      Blær frá Miðsitju
7.      Feldur frá Hæli
8.      Klængur frá Skálakoti
9.      Kaspar frá Kommu.
10.     Fontur frá Feti
11.     Ófeigur frá Þorláksstöðum
12.     Svartnir frá Miðsitju
13.     Sólbjartur frá Flekkudal
14.     Kolur frá Morastöðum
15.     Piltur frá Akranesi(Hlíðarási)
16.     Svörður frá Koltursey
 
Stjórn Adams