fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stjórninni var heimilt að endurskoða staðarval

22. október 2014 kl. 12:37

Haraldur Þórarinsson fyrrum formaður LH.

Hæstarréttarlögmaður telur stjórn LH ekki hafa brotið lög.

Deilt var um lögmæti ákvörðunnar stjórnar um að setjast ekki að samningaborðinu við Gullhyl vegna Landsmóts 2016. Vildu nokkrir þingfulltrúar sem Eiðfaxi ræddi við meina stjórnin hefði brotið lög og reglugerð félagsins.

Guðjón Ármannsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lex lögmannsstofu segur svo ekki vera. „Óumdeilt er að samningar vegna Landsmóts 2016 höfðu ekki verið undirritaðir. Þá liggur það fyrir að stjórn LH mat það svo að Skagfirðingar gætu ekki uppfyllt þær kröfur sem í dag er eðlilegt að gera til mótshaldara og keppnissvæða. Miðað við þá forsendu var ljóst að samningar næðust ekki. Í reglum LH segir að ef ekki náist samningar skuli staðarval endurskoðað. Við þessar aðstæður var því stjórn LH heimilt að endurskoða staðarval."

Ítarlega er fjallað um Landsþing LH í 10. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út eftir helgi. Þar er meðal annars rætt við fyrrum formann, talsmenn Skagfirðinga, formann Spretts, þingforseta, félagsfræðing og lögmann um atburðarrás þingsins. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.