miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stjórn Gæðingadómarafélags LH styður sína menn

7. júní 2012 kl. 09:27

Merki Landssambands hestamannafélaga

Vísa í lög og reglur LH um framkvæmd gæðingakeppni

Tilkynning frá stjórn GDLH:

Stjórn GDLH fundaði þriðjudagskvöldið 5.júní síðastliðinn.  Á fundinum var meðal annars tekið fyrir  atvik sem kom upp í úrtöku hestamannafélaganna Sleipnis, Ljúfs og Háfeta á Selfossi síðastliðna helgi og hefur verið til umræðu og skoðunar.  Álítur stjórn GDLH að dómarar  hafi gert rétt með því að gefa ekki einkunn á sýningu Tinna frá Kjarri og Trausta Þórs Guðmundssonar.

Við ákvörðunina var stuðst við setningu úr reglu  7.4.3. í lögum og reglum LH. ( setningin sem mestu máli skiptir við matið er feitletruð).

„7.4.3 Framkvæmd keppni
Á innanfélags- og smærri mótum hefst forkeppnin á því að hestunum er riðið í dóm, einum í einu, eftir skráningarröð.  Mótstjórn er þó heimilt að leyfa 3-5 hesta í dómi í einu, samkvæmt sérstökum reglum LH um gæðingakeppni. (sjá kafla 7.8)

Keppnin hefst á miðri skammhlið og skal keppandi ríða stystu leið, er hann kemur inn á völlinn, að byrjunarskammhlið sinni. Hann gefur síðan til kynna með greinilegri höfuðhneigingu að hann hafi hafið keppni.

Honum er einnig frjálst í hvaða röð hann sýnir þau atriði sem dæma skal. Sýnandi ræður á hvora höndina hann hefur keppni og má snúa við einu sinni inni á hringnum Keppandi hefur þrjá hringi til umráða.  Noti sýnandi beinu brautina áður en hann hefur lokið þremur hringjum, ber honum að ljúka sýningu á skammhlið.

Dómarar gefa hestunum einkunn fyrir hvert dæmt atriði með spjöldum sem stjórnandi les.  Heimilt er að sýna einungis heildareinkunn hests að lokinni keppni hans. Þá skal sýna útprentað á blaði sundurliðun einkunna hvers hests og röð keppenda eftir einkunnum, strax að lokinni hverri keppnisgrein.

Á lands- og fjórðungsmótum skal sýna röð keppenda eftir einkunnum á tölvuskjá að loknum dómi hvers hests.“

Stjórn GDLH