miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stjórn félagsins var öll endurkjörin

4. nóvember 2014 kl. 14:08

Jóhann G., félagsmaður GDLH, afhendir formanni GDLH að gjöf fundarhamarinn Orðavar, en hamarinn á sér langa sögu og er talin tryggja sanngjarna umræðu og faglega, þar sem mönnum er orða vart.

Aðalfundur Gæðingadómarafélagsins.

Aðalfundur GDLH fór fram síðastliðinn föstudag. Vel var mætt á fundinn og sköpuðust líflegar umræður um næstu skref félagsins og framtíðarhorfur. Stjórn félagsins var öll endurkjörin. Góður andi ríkir meðal félagsmanna Gæðingadómarafélagsins, en á döfinni eru mörg verkefni, innanlands og utan, og ljóst að gæðingakeppnin er í mikilli sókn.

Stjórn GDLH skipa:  Sigurður Straumfjörð, formaður. Aðrir í stjórn eru Erlendur Árnason, Davíð Jónsson, Pétur Vopni Sigurðsson, Ingibergur Árnason, Magnús Sigurjónsson og Lárus Hannesson.

 
 Mynd af stjórn: Talið frá vinstri: Ingibergur, Erlendur, Sigurður, Lárus og Magnús (á myndina vantar Pétur og Davíð).