fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stiklað á siðareglum og leiðara í máli og myndum

5. desember 2011 kl. 14:51

Stiklað á siðareglum og leiðara í máli og myndum

Dómaramálin verða í brennidepli á ráðstefnu sem Landsbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir í félagsheimili Fáks þriðjudagskvöldið 06.des kl. 19.

Pjetur N. Pjetursson stjórnarmaður og formaður fræðslunefndar í HÍDÍ, hestaíþróttadómarafélagi Íslands, er einn framsögumanna á ráðstefnunni.

Hann mun í erindi sínu snerta á margvíslegum málefnum sem snerta íþróttadómara.  „Minnst verður á Leiðarann  sem er "biblía" hvers dómara og handhægt gagn fyrir keppendur. Greint verður frá menntun og upprifjun dómara og stiklað á Siðareglum. Fjölmargar skýringarmyndir sem varða dómaramál,“ segir Pjetur og hvetur alla dómara, keppendur og mótshaldara til að mæta. „Sjón er sögu ríkari.“

Auk Pjeturs munu Guðlaugur Antonsson, Sigurbjörn Bárðarson, Olil Amble og Lárus Ástmar Hannesson taka til máls og má búast við líflegum umræðum fundargesta að framsöguerindum loknum.

Þessu tengt: