mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sterkur karakter

26. nóvember 2013 kl. 10:00

Heiðursverðlaunahryssan Nóta frá Stóra-Ási ásamt Lykil Fróðasyni frá Staðartungu. Mynd/Lára Kristín Gísladóttir

Nóta frá Stóra-Ási hlýtur Glettubikarinn

Nóta frá Stóra-Ási er fædd 1996 og hefur alið tíu afkvæmi. Fyrstu fimm þeirra hafa komið til kynbótadóms með glæsilegum árangri sem skilar hryssunni nú heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi. Lára Kristín Gísladóttir hrossabóndi á Stóra-Ási er ræktandi og eigandi Nótu. Eiðfaxi náði tali af henni.

Lára segir léttleika og skemmtilegan vilja vera einkennandi fyrir afkvæmi Nótu. “Þau eru örviljug og skemmtileg. Þetta eru getumikil alhliðahross. Tryppin rúlla um á öllum gangi og hafa vakandi augu.”

Þessa grein og mun meira af skemmtilegu efni má nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is