föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sterkt lið Svíþjóðar

Óðinn Örn Jóhannsson
10. júlí 2017 kl. 08:59

Þorvaldur Árnason og Thyrnir från Knubbo á 21,62.

Meirihluti knapanna brottfluttir íslendingar.

Sænska meistaramótið fór fram um helgina og nú hefur sænska landsliðið verið kynnt. Lið fullorðinna samanstendur af níu knöpum en athygli vekur að flestir þeirra eru íslendingar. Eins er það með knapa kynbótahrossa sænska liðsins en þar eru allir knaparnir íslendingar.

Þrír knapar sem kepptu fyrir Ísland  á síðasta Norðurlandamóti keppa nú fyrir Svíþjóð á HM, en það eru Erlingur Erlingsson á Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum keppir nú fyrir Svíþjóð í tölti og fjórgangi, Eyjólfur Þorsteinsson á Háfeta frá Úlfsstöðum í tölti og Daníel Ingi Smárason - Hulda frá Margaretehof í skeiðgreinum.

Liðið er sem hér segir:

Guðmundur Einarsson - Sproti frá Sjávarborg

Vignir Jónasson - Ivan frá Hammarby

Erling Einarsson - Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum

Magnús Skúlason - Valsa frá Brösarpsgården

Þorvaldur Árnason - Þyrnir frá Knubbo

Daníel Ingi Smárason - Hulda frá Margaretehof

Åsa Nevander - Blængur frá Árbæjarhjáleigu II

Helena Aðalsteinsdóttir - Kavaler frá Kleiva

Eyjólfur Þorsteinsson - Háfeti frá Úlfsstöðum

 

Hér eru viðtöl við Erling og Þorvald eftir sænska meistaramótið: